Description
Vörulýsing
HotSpring Highlife pottarnir eru hannaðir af hönnunarteymi BMW í Kaliforníu og útkoman er í einu orði sagt glæsileg.
Þetta eru einstaklega vel útbúnir pottar með fjölda nuddstúta og þægilega mótuð sæti.
Hönnun pottanna eykur orkunýtingu með því að lágmarka snertingu við jörðina og koma þannig í veg fyrir rakasöfnun.
Með hönnunninni fær maður á tilfinninguna að potturinn sé á lofti.
Sú nýjung er í gerð pottanna að Pólýúrethan einangrun er utan á skel þeirra sem eykur einangrunargildi verulega og lækkar rekstrarkostnað.
HotSpring lógóið sem staðsett er framan á pottinum gefur til kynna með ljósi að potturinn sé tilbúinn til notkunar.
Nýjung í 2019 linunni (valfrjálst): Ferskvatnskerfi þar sem salt er notað til sótthreinsunar í stað klórs
Ljós eru staðsett á öllum hornum pottsins og hægt er að stilla bæði lit og birtustig. Þá er hægt að stilla sjálfkrafa hvenær kviknar og slokknar á ljósunum.
Pottarnir eru með vatnsheldri þráðlausri fjarstýringu með snertiskjá sem stýrir pottinum í allt að 9 metra fjarlægð.
Fjarstýringin hleður sig þegar hún er sett í til þess gerða hleðslustöð á pottinum sjálfum.
Hægt er að stjórna pottinum með appi í gegnum snjallsíma eða spjaldtölvu hvaðan sem er úr heiminum.
Flokkar: Heitir pottar, Rafmagnspottar
Merki: a) Highlife