IPC Garðskálar – Corso – Í gleitt horn

Stærðir: Sérsmíðaðir samkvæmt málum.

Burðarvirki: Prófílar eru úr áli, festingar og hjól eru úr ryðfríum efnum.

Rúður: Samlímt gler með plastfilmu á milli (öryggisgler) í framhlið og göflum – Polycarbonate í þaki.

Litir á prófílum: Hvítt, Silfur, Dökkgrátt og Dökkbrúnt

Verðlisti IPC

Description

Garðskálarnir frá IPC eru á brautum. Færanlegar einingar mynda þak og framhlið skálans sem renna hver undir aðra. Á þann máta er hægt að “fjarlægja” skálann ofan af veröndinni þegar veður er gott en draga hann svo yfir svæðið þegar þörf er á skjóli. Hægt er að renna einingunum í hvora áttina sem er og mögulega yfir gaflinn þar sem hægt er að hafa not af honum yfir öðrum hlutum. Einnig má nefna að þegar á að grilla er hægt að opna skálann yfir grillinu svo reykurinn komist út en vera samt í skjóli.

Garðskálarnir eru framleiddir úr álprófilum. Allar skrúfur, hjól og aðrir íhlutir eru úr ryðfríum efnum sem eykur endingu húsanna. Hönnun prófilanna felur allar festingar og hjól, útlit skálans er því afar stílhreint. Gólfbrautirnar eru 10 mm þykkar, flatar að ofan sem þægilegt er að ganga á. Samlímt gler er í framhlið og göflum skálanna en ýmist gler eða Polycarbonate plast í þakinu. Allir skálar eru smíðaðir eftir málum.

Skálunum er ætlað að standast mikið veðurálag svo sem sterkann vind, bleytu, sólarljós, regn, snjó og hitastig frá -50°C til +115°C.

Hlutverk garðsins er alltaf að aukast sem leiksvæði og samverustaður með vinum og í faðmi fjölskyldunnar. Falleg verönd með garðhúsgögnum, heitum potti o.fl. er orðin hluti af lífstíl okkar. Með opnanlegum garðskála nýtist þessi sælureitur allt árið um kring óháð veðri. Ennfremur safnast ekki fyrir snjór og önnur óhreinindi á svæðinu og þeir hlutir sem tilheyra veröndinni halda útliti sínu til langs tíma án þess að þeim sé komið fyrir í geymslu yfir veturinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á jonbergsson.is

• CookieConsent

Decline all Services
Accept all Services