Softub Portico – 6 manna

kr.1.260.000

Ætlaður fyrir: 6

Stærð: 2,0m (þvermál) 69 cm (hæð)

Lítrar: 1136

Þyngd: 68 kg tómur (þar af 36 kg potturinn sjálfur)/ 1.254 kg fullur

Litir: Graphite, Taupe og Metallic Blue (Syntex litir)

Fjöldi nuddstúta: 7
þar af einn kraftnuddstútur sem lokar þá fyrir flæðið á hinum stútunum og er með 7 falt kraftmeira nuddi en
hinn hefðbundni softub pottur

Ljós: 2 stk

 

Description

Softub pottana þarf vart að kynna enda fyrstu rafkyntu pottarnir sem komu á markað á Íslandi. Pottarnir henta jafnt í bústaðinn sem og í þéttari byggð.

Það er ekki hægt að fá meðfærilegri pott en Softub, það þarf engar lagnir að eða frá pottinum og því engin takmörk fyrir því hvar hægt er að koma honum fyrir. Potturinn er færanlegur og einkar auðveldur í umgengni/uppsetningu.

Hönnun og tækni Softub pottanna gerir þá hljóðlátari en flesta aðra potta á markaðnum. Njótið og slappið af!

Softub er leiðandi á markaðnum í orkunýtingu og eru umhverfisvænir. Hreinsun, hitun og nudd… allt með sömu dælunni: með því að nota dælu pottsins við hreinsun vatnsins og hitann af henni til að hita vatnið og kröftuga dælingu hennar fyrir nuddið næst fram orkunýting sem er engu lík og er því orkukostnaður í algjöru lágmarki í Softub pottunum.

Softub stendur fyrir endingu og veðurþol. Regn, hiti eða frost skaðar ekki LeatherTex vinyl dúkinn.

Sjálfvirkt ozone hreinsikerfi tryggir öfluga hreinsun og heilnæmt vatn.

Hringlaga lögun pottanna gefur mikinn styrk og auðveldar flutning á Softub pottinum. Honum er einfaldlega rúllað ef þörf er á að færa hann á milli staða. Síðan er honum stungið í samband við 10 amp tengil og hann fylltur með vatni úr garðslöngu. Lögun pottanna gefur hámarks pláss fyrir fæturna og gott rými fyrir líkamann.

Softub pottarnir eru þekktir fyrir einfaldleika og þægindi, útfærsla hönnunar felur í sér mýkt, endingu og stöðugleika. Mjúkir fletir í hliðum og botni gerir viðveru í pottinum einstaklega þægilega og barnvæna.

Leðurleg ásýnd pottsins í fallegum litum með viðarbekk og tröppu gerir Softub pottanna einstaka í útliti.

Orkumælingu fyrir 4 manna Softub má nálgast hér: Orkunotkun T220
Hitamynd sem sýnir hátt einangrunargildi Softub má nálgast hér: Hitamynd

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á jonbergsson.is

• CookieConsent

Decline all Services
Accept all Services